Erlent

Segist virða fullveldi Úkraínu

guðsteinn bjarnason skrifar
Milljónir manna sendu inn spurningar fyrir sjónvarpsútsendinguna í gær.
Milljónir manna sendu inn spurningar fyrir sjónvarpsútsendinguna í gær. fréttablaðið/EPA
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir tilgangslaust fyrir Vesturlönd að beita Rússa þrýstingi. Eina leiðin sé að finna pólitískar lausnir á ágreiningi um Úkraínu og önnur deiluefni.

Þetta sagði hann í nærri fjögurra tíma löngum sjónvarpsþætti í beinni útsendingu í gærmorgun, þar sem hann svaraði fjölmörgum spurningum frá almenningi.

„Það eru engir rússneskir hermenn í Úkraínu,“ fullyrti Pútín og stóð fast á því að Rússar virtu fullveldi Úkraínu og annarra nágrannalanda Rússlands: „Við höfum engan heimsvaldametnað.“

Hins vegar gagnrýndi hann Úkraínustjórn harðlega fyrir að halda Donbass-svæðinu í austanverðri Úkraínu í einangrun. Það hefðu verið alvarleg mistök að beita hernaði í stað þess að fara að ráði Rússa og ræða við uppreisnarmenn til að finna friðsamlega lausn.

„Það vorum ekki við sem skildum Donbass frá Úkraínu. Það gerðu valdhafarnir í Kænugarði með eigin hendi,“ sagði Pútín og tók fram að þótt hann virti fullveldi Úkraínu hefði hann fullan rétt á að segja skoðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×