ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 21:15

Renault kynnir nýjan bíl

SPORT

Segist ekki ţekkja framsóknarmann sem treysti Vilhjálmi

 
Innlent
21:04 19. MARS 2016
Matthías Imsland og Vilhjálmur Bjarnason.
Matthías Imsland og Vilhjálmur Bjarnason. VÍSIR

Matthías Imsland, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segist ekki þekkja nokkurn framsóknarmann sem beri traust til Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Það sé „eiginlega pínu fyndið“ að í hvert skipti sem Vilhjálmur gagnrýnir Framsóknarflokkinn, sé því slegið upp af fjölmiðlum.

Þetta segir Imsland á Facebook síðu sinni þar sem hann deilir frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. Vilhjálmur sagði í fréttum Stöðvar 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna.

Sjá einnig: Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna

„Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð,“ sagði Vilhjálmur.

„Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Segist ekki ţekkja framsóknarmann sem treysti Vilhjálmi
Fara efst