Enski boltinn

Segist ekki hafa niðurlægt Matic

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho var ekki sáttur með Matic í gær.
Mourinho var ekki sáttur með Matic í gær. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segirist ekki hafa niðurlægt Nemanja Matic þegar hann tók hann af velli 27 mínútum eftir að hann skipti honum inn á í leiknum í gær.

Matic kom inn af bekknum í hálfleik fyrir Ramires sem fékk gult spjald stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en skiptingin bar ekki þann árangur sem Mourinho vildi.

Tæplega hálftíma síðar tók Mourinho þá ákvörðun að skipta Matic af velli en stuðningsmenn Chelsea bauluðu þegar hann var tekinn af velli.

Mourinho segir að skiptingin eigi sér skýringu í því að Matic hafi einfaldlega verið slakur undanfarnar vikur.

„Þetta var ekki niðurlægjandi, ég myndi aldrei niðurlægja einhvern, hvorki í fótbolta né lífinu. Ef ég geri það er það óviljandi. Matic er ekki búinn að vera nægilega öflugur varnarlega undanfarið og er að tapa boltanum of oft.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×