Innlent

Segir vændisstarfsemi viðgangast á stefnumótasíðu

HV skrifar
Verkefnastýra hjá Stígamótum segir vændisstarfsemi viðgangast á íslenskri stefnumótasíðu þar sem fólk selur meðal annars kynlífsmyndbönd af sjálfu sér. Eigandi síðunnar þvertekur fyrir að um vændi sé að ræða, síðan sé ætluð fólki sem aðhyllist svokölluð djörf stefnumót.

Þrátt fyrir að vefsíðan sem ber heitið, Purple Rabbit, sé ekki vistuð hérlendis er um íslenska síðu að ræða og notendur hennar eru nánast allir íslendingar.Þar er meðal annars hægt að kaupa kynlífsmyndbönd af notendum og bíður þessi 23 ára stúlka úr Reykjavík tíu mínútna myndband af sjálfri sér á rúmar fimm þúsund krónur.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir verkefnastýra nýs kvennaathvarfs fyrir konur á leið úr vændi og mansali segir að síður sem þessar gefi sig oft út fyrir að vera stefnumótasíður, en það sé ekki alltaf raunin.

Eigandi síðunnar er Jens Kristjánsson sem búsettur er á Rodos á Grikklandi. Hann segir að umrædd síða sé ekki vændissíða. Fyrst og fremst sé um stefnumótasíðu að ræða fyrir fólk sem aðhyllist svokölluð djörf stefnumót. En sjálfur segist hann eiga mjög bágt með að flokka myndbönd af þessu tagi þar sem fólki selji á síðunni undir vændi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×