Erlent

Segir Trump að „hætta að væla“

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama við Hvíta húsið í dag.
Barack Obama við Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Donald Trump harðlega. Trump og talsmenn hans hafa ítrekað haldið því fram á síðustu dögum að verið sé að svindla í forsetakosningunum þar í landi til að koma í veg fyrir að hann vinni. Obama segir honum að hætta að væla.

„Hann er þegar farinn að væla áður en leikurinn er búinn,“ sagði Obama á blaðamannafundi við Hvíta húsið í dag.

Sjá einnig: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“

„Á minni lífstíð eða í stjórnmálasögu nútímans hef ég aldrei séð forsetaframbjóðenda reyna að varpa rýrð á kosningarnar og kosningabaráttuna áður en þeim lýkur.“

Þá sagði hann yfirlýsingar Trump ekki vera byggðar á staðreyndum. CNN hefur, ásamt öðrum, bent á að nýlegar rannsóknir sýni fram á að kosningasvindl sé nánast ekki til staðar í Bandaríkjunum nú til dags. Það sé nánast ómögulegt.

Þar að auki sagði Obama að Trump byggi ekki yfir þeim gæðum sem þurfi til að sinna starfi forseta, ef hann þyrfti að kenna öðrum um þegar illa gengi.


Tengdar fréttir

Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum

Ráðgjafarfyrirtækið Democracy Partners borgaði fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, og valda þar uppþoti og ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×