Erlent

Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. Á upptökunni heyrist hann ræða mútugreiðslur til Playboy-fyrirsætu við lögmann sinn Michael D. Cohen, sem tók upp samskipti þeirra.

Sjá einnig: Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu



Hann segir upptökuna mögulega ólöglega og að það væri óhugsandi að lögregla myndi brjótast inn á skrifstofu lögmanns, en alríkislögreglan gerði húsleit á skrifstofu lögmanns hans í apríl. 

Trump segir að honum blöskri upptakan og að gjörningur Cohen gæti vel verið ólöglegur. „Góðu fréttirnar eru að ykkar uppáhalds forseti gerði ekkert rangt!“, bætti Trump við.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×