Enski boltinn

Segir stöðu Manchester United ekki endurspegla spilamennskuna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho gefur skipanir inn á völlinn í leiknum í dag.
Mourinho gefur skipanir inn á völlinn í leiknum í dag. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ósanngjarnt að horfa á úrslit undanfarinna leikja í stað þess að horfa á hvernig spilamennska liðsins hefur verið eftir fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum gegn Everton í dag.

Everton jafnaði metin á 87. mínútu af vítapunktinum en Manchester United fékk fín færi til þess að klára leikinn áður en markið kom.

„Þegar liðin mín spila varnarbolta og vinna leiki þá er kvartað undan spilamennsku en þegar önnur lið gera þetta er þeim hrósað fyrir spilamennskuna. Ég er ánægður því við erum að spila mjög vel og sjötta sætið endurspeglar engan vegin spilamennskuna okkar hingað til í deildinni,“ sagði Mourinho og hélt áfram:

„Liðið er að spila mun betur en undanfarin ár og þá er kallað eftir úrslitum í stað þess að líta á spilamennskuna. Svo þegar liðin mín hafa unnið titla eru liðin mín sökuð um að spila ljótan fótbolta,“ sagði Mourinho sem vildi lítið tjá sig um vítaspyrnudóminn sem og tæklingu Marcus Rojo sem var stálheppinn að sleppa með gult eftir tveggja fóta tæklingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×