Innlent

Segir sjúkrabíl hafa komið fljótt í Terra Mítica

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Terra Mítica segir hug starfsmanna og stjórnenda vera hjá fjölskyldu piltsins sem lést.
Framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Terra Mítica segir hug starfsmanna og stjórnenda vera hjá fjölskyldu piltsins sem lést.
„Það liðu ekki meira en tíu mínútur þar til ungi maðurinn var kominn undir læknishendur,“ segir Joaquín Valera, framkvæmdastjóri skemmtigarðsins Terra Mítica. Fréttablaðið spurði framkvæmdastjórann hvernig brugðist hafi verið við þegar íslenskur piltur lést þar síðastliðinn mánudag.

„Brugðist var fljótt við,“ segir Valera. „Tæknimenn huguðu að honum strax eftir slysið. Eftir um fimm mínútur voru læknar okkar komnir á vettvang en þeir eru þjálfaðir meðal annars í því að takast á við aðstæður sem þessar. Fáum mínútum síðar komu tveir sjúkrabílar. Annar þeirra var sérútbúinn sjúkrabíll með öllum tækjum og tólum jafnvel til skurðaðgerða. Annars er allt þetta ferli skjalfest hjá lögreglu.“

Valera segist ekki hafa áhyggjur af þeim skaðabótum eða öðrum skaða sem skemmtigarðurinn gæti orðið fyrir vegna málsins.

„Það er ekki það sem við erum að hugsa um núna,“ segir hann. „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hins látna.“

Þá segir Valera þá spurningu hvort hann sjálfur geti orðið sekur fundinn, ekki vera viðeigandi á þessari stundu.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur

Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.

Ekki um mannleg mistök að ræða

Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×