Innlent

Segir sjávarútvegsfyrirtækin vön að takast á við sveiflur

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, segir að áhrifin á viðskiptabanni við Rússa sú vissulega högg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, en þau séu vön að að fást við miklar sveiflur. Þau hafi til að mynda ekki haft neinar tekjur af makríl fyrir nokkrum árum síðan.

Hann segir að krónan muni vissulega lækka fyrsta kastið en áhrifin á gjaldeyrisstreymið séu minni en áhrifin á hagnað fyrirtækjanna.

„Það sem að er þarna um að tefla eru 30 til 35 milljarða útflutningstekjur sem að þessi markaðir er og gæti horfið. Fyrirtækin hafa valið að fara inn á þann markað vegna þess að framlegð á honum hefur verið góð samanborið við aðra markaði,“ segir Þórólfur.

„Þegar að þessi markaður lokast þurfa þau að finna vörum sínum annan farveg og þar er framlegðin væntanlega lítil.“

Þórólfur segir það þýða að útflutningstekjur dragist saman en tekjur fyrirtækjanna muni dragast mun meira saman. Þar að auki bendir hann á að margir hlutir séu að gera samtímis í efnahagslífinu sem að hafi áhrif á almenning.

Krónan gæti til að mynda lækkað tímabundið.

„Það verður eitthvað til að veikja krónuna, en á móti kemur að það gæti hugsanlega orðið til þess að draga úr vaxtahækkunarþörf hjá Seðlabankanum, svo dæmi séu nefnd.“

Þórólfur minnir einnig á að sjávarútvegsfyrirtækin séu vön að fást við miklar sveiflur.

„Aflaverðmæti vegna makríls var á síðasta ári um 15 milljarðar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta voru tekjur sem að voru ekki til fyrir örfáum árum síðan. Þannig að sjávarútvegurinn býr við þessar miklu sveiflur í tekjum af náttúrulegum ástæðum. Stjórnendur fyrirtækjanna, þrátt fyrir það hvernig þeir gráta í fjölmiðlum núna, eru þeir ágætlega búnir undir það að takast á við þessar sveiflur. Þær eru í þeirra eðlilega umhverfi ef svo má segja.“

Þórólfur segist sannfærður um að fyrirtækin muni finna varningi sínum góða markaði. Það muni taka tíma og eðlilega muni tekjur þeirra dragast saman á meðan.


Tengdar fréttir

Þvinganir gætu komið Íslandi verst

Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér.

Óvissa um makrílfarminn

Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×