FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Segir Rondu ađ hćtta og einbeita sér ađ leikaraferlinum

 
Sport
23:30 31. DESEMBER 2016
Ronda réđi ekkert viđ Nunes í bardaganum í nótt.
Ronda réđi ekkert viđ Nunes í bardaganum í nótt. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í fjölmiðlaumfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en Nunes var ekki lengi að afgreiða Rondu í búrinu í nótt.

Var þetta fyrsti bardagi Rondu eftir þrettán mánaða fjarveru en Ronda entist ekki nema í mínútu inn í búrinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann og dæmdi Nunes sigurinn.

Sjá einnig: Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega

Ronda hefur lítið tjáð sig í fjölmiðlum í kringum bardagann en hún fékk þrjár milljónir dollara fyrir bardagann á meðan Nunes fékk aðeins 200 þúsund dollara.

„Þetta er mín stund, hún átti sinn tíma á toppnum en nú er ég meistarinn. Ég veit að fjölmiðlar elska Rondu en ég hef verið að undirbúa mig fyrir þennan bardaga síðan ég byrjaði í UFC,“ sagði Nunes og bætti við:

„Hún ætti að einbeita sér að leikaraferlinum. Fjölmiðlar ættu að hætta að einblína hana og horfa á þá sem eru í þessari íþrótt af fullum krafti.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Segir Rondu ađ hćtta og einbeita sér ađ leikaraferlinum
Fara efst