Enski boltinn

Segir rangt eftir sér haft

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haft var eftir Victor Wanyama, miðjumanni Southampton, í The Sun í dag að Arsene Wenger vilji fá hann til Arsenal í sumar.

Eftir að viðtalið birtist í dag skrifaði hann á Twitter-síðu sína í dag að hann væri „fagmaður og myndi aldrei segja nokkuð slíkt“. Hann eyddi reyndar færslunni en skrifaði svo að hann hefði aldrei rætt við Wenger.

Wanyama er 23 ára Keníumaður sem hefur verið í stóru hlutverki á miðju Southampton í vetur ásamt Morgan Schneiderlin.

Hann hefur áður verið orðaður við Arsenal og sagður hafa verið nálægt því að fara til félagsins þegar hann samdi við Southampton sumarið 2013. Félagið keypti hann þá frá Celtic í Skotlandi fyrir tólf milljónir punda.

„Wenger hefur verið að tala um mig og hann hefur gert mönnum ljóst að hann vilji fá mig í sumar,“ var haft eftir Wanyama í The Sun.

„Arsenal er frábært félag og ég myndi elska að spila í Meistaradeildinni á ný. Ég naut þess með Celtic.“

„En við höfum átt frábært tímabil með Southampton og ég vil hjálpa liðinu að ná Evrópusæti. Við sjáum svo til hvar ég enda í sumar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×