Innlent

Segir ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir

VISIR/VILHELM
Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðismanna og lögmaður, segir að það sé beinlínis óheimilt að gefa lóðir, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert þegar um trúfélög er að ræða.

Þetta kemur fram í pistli sem Brynjar skrifar á Pressuna en hann var einnig gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann reifaði þetta sjónarmið sitt.

Brynjar segir þetta skýrt, menn þurfi ekki annað en að lesa lögin. „Þá sjá menn þetta alveg í hendi sér. Þetta er ekkert spurning um einhvera jafnræðisreglu. Okkur ber samkvæmt stjórnarskránni að vernda þessa Þjóðkirkju. Við erum með löggjöf um það hvernig hún er rekin og hvað þarf að gera. Og maður getur ekkert fært það yfir á önnur trúfélög eða hvaða trúfélög sem er. Þú verður þá bara að búa til sérstök lög um það."

Brynjar bendir á að Þjóðkirkjan hafi ákveðnar lögboðnar skyldur sem hin trúfélögin hafa ekki.

„Þetta er bara eins og með ýmsar stofnanir sem hafa lögboðið hlutverk. Þá fá þær greitt úr ríkissjóði en það þýðir ekki að allir hafi þennan rétt. Þetta er einhver ótrúlegur misskilningur sem ég veit eiginlega ekki hvernig hefur farið af stað."


Tengdar fréttir

Sveinbjörg vill ekki byrja að fagna of snemma

„Nóttin er ung,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, í viðtali í Ríkissjónvarpinu rétt í þessu.

Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi

„Við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi," segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima.

Á að afturkalla lóðir trúfélaga?

Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×