Viðskipti innlent

Segir óeðlilega hafa verið staðið að breytingum á Seðlabankanum árið 2009

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Daníel/GVA
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir óeðlilega hafi verið staðið að þeim breytingum sem gerðar voru á Seðlabankanum árið 2009. Þetta kom fram í máli ráðherra í umræðu um málefni Seðlabankans á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna meðal annars út í þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við Seðlabankann.

Katrín talaði um að framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Seðlabankanum undanfarna daga hafi vakið mikla athygli innalands sem og erlendis. Og hún vekti spurningar. Um sjálfstæði Seðlabankans sem væri mikilvægt mál. Enda stæðu nú mikilvæg verkefni fyrir dyrum svo sem afnám gjaldeyrishafta. Afar óheppilegt væri í ljósi þess að óvissa skapist um Seðlabankann en umfjöllun erlendra fjölmiðla sýna að grannt sé fylgst með gangi mála.

Katrín rakti að faglega hafi verið staðið að breytingum í Seðlabankanum árið 2009 og spurði Bjarna hvort til stæði að víkja frá því faglega ráðningaferli, hvað það væri í lögum frá 2009 sem til stæði að breyta; hvort breytingarnar lúti að hinu faglega ferli og fjölda bankastjóra? Hún ítrekaði að sjálfstæði Seðlabanka væri mikilvægt svo veita megi stjórnvöldum aðhald í efnahagsmálum. Þá taldi Katrín það skamman tíma, rúman mánuð, en þá stendur til að leggja fram breytingar á lögum, svo alvöru þverpólitískt samráð megi verða um málið. Þá spurði Katrín Bjarna hvort hann væri reiðubúinn til að lýsa því yfir að hann bæri fullt traust til núverandi Seðlabankastjóra?

Bjarni sagði í sinni ræðu að það bæri ekki að meta boðaðar breytingar sem svo að þar væri um vantraust á ríkjandi yfirstjórn bankans að ræða. En, gerði að umfjöllunarefni að þegar lagt var í breytingar 2009 þá hafi það greinilega verið til að koma mönnum sem þar voru fyrir út.


Tengdar fréttir

Vantraust milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans

Landsbankinn segir afstöðu forsætisráðherra til greiningar Seðlabankans veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála.

Einn seðlabankastjóri eða þrír?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir því að til skoðunar sé fjölgun seðlabankastjóra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir meiriháttar breytingar ekki fyrirhugaðar.

Vantar að gera áætlanir

Sven Smit, frá McKinsey & Company sagði að Íslendinga vantaði að setja sér áætlun um hvernig þær ætli sér að ná auknum hagvexti.

Í beinni: Vaxtaákvörðun Seðlabankans

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, fara yfir ákvörðun peningastefnunefndar og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur kynna nýbirta þjóðhagsspá.

Fjölmörg tilefni til að breyta Seðlabankanum

Fjármálaráðherra vill ekki svara því hvort staða Más Guðmundssonar verði auglýst áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. Telur fjölmörg tilefni til að breyta lögum um bankann.

Við taka hömlur í breyttri mynd

Gjaldeyrishöft virðast komin til að vera í einhverri mynd á meðan hér er áfram notast við krónuna. Sérstakar hömlur verða áfram á fjárfestingum lífeyrissjóða í útlöndum. Á meðan hleðst þar upp fjárfestingarþörf. Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Thule Investments, segir ljóst að krónan henti ekki nema til brúks innanlands.

Sendi Seðlabankanum tóninn á Viðskiptaþingi

Forsætisráðherra sagðist ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn legði meiri áherslu á að gera óumbeðna úttekt á áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á meðan stjórnvöld biðu enn eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×