Erlent

Segir mismunun gegn hjálparstarfsmönnum ólíðandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að öll mismunun gegn hjálparstarfsmönnum sem snúa heim frá Vestur-Afríku, vera ólíðandi. Hann sagði strangar einangrunarreglur koma niður á hjálparstarfi þegar þörf sé á fleiri hjálparstarfsmönnum til að berjast gegn ebóluveirunni í Vestur-Afríku.

Læknar án landamæra vöruðu við því í gær að þvinguð einangrun allra hjálparstarfsmanna sem koma til Bandaríkjanna frá Afríku, hafi haft veruleg áhrif á starf þeirra og fólk væri kvíðið.

Í viðtali sínu við BBC í dag sagði Ban Ki-moon að ekki hafi nægileg alþjóðleg hjálp borist nauðstöddum ríkjum í Vestur-Afríku, en nú væri hjálpin þó að sækja á.

Hann sagði að unnið væri að þróun mótefnis gegn ebólu víða um heim og að markmið Sameinuðu þjóðanna væri að stöðva vírusinn, finna lækningu og koma í veg fyrir dreifingu ebólu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×