Menning

Segir mergjaðar íslenskar alþýðusögur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Mér finnst þessar sögur ágætlega sagðar og skrifaðar og Maurer nefnir heimildarmenn víða,“ segir Steinar.
„Mér finnst þessar sögur ágætlega sagðar og skrifaðar og Maurer nefnir heimildarmenn víða,“ segir Steinar. Vísir/Vilhelm
„Það var 1858 sem hingað til lands kom þýskur maður, Konrad Maurer, og ferðaðist um landið heilt sumar, safnaði fróðleik um landshagi og lét fólk segja sér sögur.

Heimkominn til Þýskalands skrifaði hann tvær bækur. Ég var að þýða aðra þeirra, Íslenskar alþýðusögur, sem kom út í Þýskalandi 1860 en ekki á íslensku fyrr en núna,“ segir Steinar Matthíasson, leiðsögumaður og þýðandi.

Hann ætlar að fjalla nánar um þetta efni á rannsóknarkvöldi á vegum Félags íslenskra fræða í kvöld klukkan 20 í Hannesarholti á Grundarstíg 10, en gengið er inn frá Skálholtsstíg.

Steinar segir margar sagnanna þekktar hér á landi, þó alls ekki allar.

„Mér finnst þessar sögur ágætlega sagðar og skrifaðar og Maurer nefnir heimildarmenn víða. Maurer skrifar líka í kringum sögurnar og ber þær saman við sögur í sínu heimalandi, “ segir Steinar.

Meðal sagna sem ekki hafa birst áður nefnir hann nokkrar mergjaðar um séra Hálfdan Narfason á Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði, sem talinn var göldróttur og fjölkunnugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×