Enski boltinn

Segir Manchester United vera nánast úr leik í titilbaráttunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Er sá portúgalski byrjaður í sálfræðistríði?
Er sá portúgalski byrjaður í sálfræðistríði? Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi að það yrði erfitt fyrir lærisveina hans að blanda sér í baráttuna um enska titilinn úr því sem komið er.

Eftir gott gengi í upphafi tímabilsins hefur Manchester United aðeins krækt í ellefu stig af þrjátíu mögulegum í síðustu tíu leikjum og eru ellefu stigum á eftir toppliði Chelsea.

Mourinho ræddi það á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Everton um helgina að það yrði erfitt að vinna upp forskot annarra liða. Ekki ómögulegt en vissulega mjög erfitt.

„Markmiðið hjá þessu félagi er að vinna alla titla en það tekst kannski ekki á þessu ári. Það er allt mögulegt í fótbolta en það er ólíklegt. Það er stórt bil á milli okkar og efstu liðanna og við þurfum kannski að bíða í eitt til tvö ár eftir titlinum,“ sagði Mourinho og hélt áfram:

„Það er alltaf sama stefnan hjá þessu félagi, sama hvort ég eða einhver annar sé þjálfari og það er að vinna alla titla sem í boði eru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×