Enski boltinn

Segir Lloris að fara ekki til United því það er ekki lengur stórt félag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hugo Lloris gæti farið til United í sumar.
Hugo Lloris gæti farið til United í sumar. vísir/getty
Raymond Domenech, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands, hvetur Hugo Lloris, markvörð Tottenham í franska landsliðsins, að fara í stærra lið en segir það ekki rétt skref að fara til Manchester United.

Domenech, sem kom Frökkum í úrslitaleikinn á HM 2006, gaf Lloris fyrst tækifæri í landsliðinu. Hann vill að markvörðurinn spili reglulega í Meistaradeildinni.

Manchester United komst aftur í Meistaradeildina á síðustu leiktíð en þarf að fara í gegnum umspil til að komast inn í riðlakeppnina. Tottenham náði aðeins Evrópudeildarsæti.

„Ég tek ekki ákvörðun fyrir hann, en mín skoðun er sú að hann á að spila fyrir Chelsea, Arsenal eða Manchester City vilji hann spila í Evrópu,“ sagði Domenech við fréttamenn í Frakklandi.

„Tottenham er stórt félag, en ekki það stærsta. Manchester United komst í Meistaradeildina, en ég sé engan mun á því og Tottenham.“

„Fyrir mér á hann að spila fyrir Chelsea, Arsenal eða Manchester City. Ég tel Manchester United ekki vera stórt félag á Englandi lengur,“ segir Raymond Domench.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×