Erlent

Segir konur styðja Sanders til að heilla karla

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Gloria studdi Hillary Clinton árið 2008.
Gloria studdi Hillary Clinton árið 2008. Nordicphotos/AFP
Gloria Steinem, baráttukona um aukin kvenréttindi, sagði á föstudaginn að ástæða þess að stjórnmálamaðurinn Bernia Sanders hlyti gott fylgi ungra kvenna væri sú að þær vilji ganga í augun á ungum karlmönnum.

Ummælin lét hún falla í spjallþætti Bill Maher á HBO.

„Og þegar þú hugsar með þér: „Hvar eru strákarnir? Strákarnir eru hjá Bernie“.“ sagði hún.

Steinem studdi Hillary Clinton opinberlega árið 2008 í forkosningunni gegn Barack Obama.

Bernie Sanders er afar vinsæll meðal ungra kjósenda en í forvalinu í Iowa hlaut hann 84 prósent fylgi kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×