Innlent

Segir Hönnu Birnu ekki sætt í embætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel/Aðsend
„Því miður er nú svo komið að ágætum innanríkisráðherra er ekki lengur sætt í embætti – að minnsta kosti meðan á rannsókn stendur – þar sem traust og trúverðugleiki ráðuneytis hennar er því miður of laskað.“

Þetta segir Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs og 1.varaforseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, en hann bauð sig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins árið 2012.

Jens skrifar þetta á Facebook síðu sína og þar segir hann það að vera í forystu fyrir land og þjóð vera mikinn heiður.

„Því fylgir að viðkomandi verður að njóta trausts, vera heiðarlegur í verkum sínum og gjörðum og landsmenn verða að geta treyst því að sagt sé satt og rétt frá – og þeir séu upplýstir á sem bestan hátt.“

Jens segir málið snúast um trúverðugleika embættisins og þar með hagsmuni þjóðarinnar en ekki persónur og leikendur.

Uppfært 22:40

Færslan hefur verið tekin af Facebook síðu Jens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×