Erlent

Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim

Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan.

Ástæða þess að hún ruddist inn á hótelið var að hún vildi að fréttamennirnir létu heimsbyggðina vita hvernig meðferð konur í Líbíu þurfa að sæta. „Takið myndir af mér og sýnið heiminum hvað þeir gerðu mér," sagði konan í matsalnum og reif af sér klæðin til að fréttamenn myndi ná myndum af sárum hennar. „Hermenn harðstjórans Gaddafís í Líbíu ræna konum og nauðga þeim," sagði hún.

Öryggisverðir námu konuna á brott fljótlega og náðu fréttamenn því ekki að ræða frekar við hana. Talsmaður líbískra stjórnvalda sagði að konan væri veik á geði og hefði verið ölvuð. Jafnframt ætluðu stjórnvöld að kanna bakrunn hennar frekar.

Fréttamenn sem ætluðu að reyna ræða við konuna var ýtt burt af öryggisvörðum. Breskur sjónvarpmaður var kýldur í andltið og myndavél tökumanns hjá CNN féll í gólfið og skemmdist.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Frétt fréttamanns AP sem varð vitni af atvikinu má lesa hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×