Erlent

Segir Grikki ekki þurfa fleiri lán

Atli Ísleifsson skrifar
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra Grikklands.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Grikklandsstjórn mun ekki þurfa á öðrum alþjóðlegum lánapakka að halda eftir að núverandi lánaáætlun landsins rennur út að fjórum mánuðum liðnum. Þetta segir Alexis Tsipras, forsætisráðherra landsins.

Tsipras segir stjórn sína að ætla að vinna hörðum höndum að því að breyta stefnu landsins, en skuldir landsins nema 175 prósent af vergri þjóðarframleiðslu. Frá þessu segir BBC.

Þýska þingið samþykkti fyrr í dag fjögurra mánaða framlengingu á lánum til Grikkja. „Evrópa viðurkennir með þessu að Grikkland hafi snúið blaði. Við munum vinna hörðum höndum að því að breyta Grikklandi innan Evrópu sem hefur sjálft breytt um stefnu,“ sagði Tsipras eftir að fréttir bárust af samþykkt þýska þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×