Enski boltinn

Segir framkomu Berahino ógeðfellda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Saido Berahino er ekki vinsælasti maðurinn á The Hawthorns í dag.
Saido Berahino er ekki vinsælasti maðurinn á The Hawthorns í dag. vísir/getty
Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, segir hegðun Saido Berahino, framherja WBA, á lokadegi félagskipta í gær vera ógeðfellda.

Berahino lýsti yfir reiði sinni í garð félagsins á Twitter og sagðist aldrei ætla að spila aftur fyrir liðið á meðan Jeremy Peace væri stjórnarformaður þess.

Hann var reiður út í Peace fyrir að hafna tveimur síðbúnum tilboðum Tottenham í sig, en hann vildi komast til stærra liðs.

Berahino sagðist einnig á Twitter vera leiður yfir því að mega ekki segja frá því hvernig West Bromwich hefði komið fram við hann.

„Mér finnst Berahino góður leikmaður en þetta er ógeðfelld framkoma,“ sagði Redknapp í myndveri Sky Sports í gær þegar verið var að ræða félagaskiptagluggann.

„Hvað ætlar hann að gera næstu sex mánuði ef hann ætlar ekki að spila fyrir West Brom. Hann verður að spila fótbolta. Það er fáránlegt hjá þessum unga manni að segja þetta.“

„Fólk talar um að hann komi ekki aftur eftir þetta en ég er ósammála. Við höfum séð þetta margsinnis áður. Það verður ekkert byggð stytta af honum fyrir utan völlinn, en ef hann skorar í næsta leik gegn Villa verða allir aftur ánægðir með hann,“ sagði Jamie Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×