Lífið

Segir fordómum stríð á hendur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jane Nguyen, ekkja og þriggja barna móðir.
Jane Nguyen, ekkja og þriggja barna móðir.
Ljósmyndarinn og fyrrverandi landgönguliðinn Joel Parés hefur skapað ljósmyndaseríu sem varpar ljósi á fordóma í nútíma samfélagi.

Joel vill benda fólki á hve auðveldlega það dæmir fólk út frá kynþætti, menntun eða kynhneigð. Hver einstaklingur í myndaseríunni er myndaður eins og margir í þjóðfélaginu halda að hann eigi að líta út og síðan eins og hann lítur út í raun og veru.

„Mörg okkar dæma fólk eftir kynþætti, starfi og kynhneigð. Tilgangur seríunnar er að opna augu okkar og láta okkur hugsa okkur tvisvar um áður en við dæmum fólk því við dæmum öll þó við reynum að gera það ekki,“ segir Joel í samtali við PetaPixel.

Sahar Shaleem, hjúkrunarfræðingur.
Edgar Gonzalez, athafnamaður.
Alexander Huffman, listmálari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×