Segir fjölmarga á sömu skođun og Jónas um Skaupiđ

 
Innlent
12:44 09. JANÚAR 2016
Sigurđur Einarsson afplánar nú fangelsisdóm á Kvíabryggju.
Sigurđur Einarsson afplánar nú fangelsisdóm á Kvíabryggju.

„Ég vil ţađ eitt segja ađ fjölmargir deila ţessari skođun Jónasar um Skaupiđ,‟ segir Sigurđur Einarsson í skriflegu svari, spurđur út í grein Jónasar Sigurgeirssonar, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Kaupţings. Jónas skrifađi harđorđa grein í Fréttablađiđ í fyrradag.

„Lágkúran sem Ríkissjónvarpiđ bauđ upp á ţegar hljóđupptaka međ Sigurđi Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupţings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til ađ staldra viđ og hugleiđa á hvađa vegferđ viđ erum í uppgjöri okkar viđ fall einkabankanna haustiđ 2008,‟ sagđi Jónas.

„Ţađ sem mér er ţó ofar í huga, eftir lestur greinarinnar, er ađ á endanum muni yfir 40 bankamenn enda í fangelsi vegna falls bankanna,‟ segir Sigurđur. Hann segir ţessa stađreynd vera sér óbćrilega. „Ţetta saksóknarćđi hér er orđiđ hrein sturlun. Bara einhver hefndarför sem viđ Íslendingar einir ţjóđa erum í. Ţá er líka ömurlegt til ţess ađ vita ađ viđ erum rétt ađ byrja ţá réttarhaldahrinu sem vara mun hér nćstu árin, öllum til ama,‟ segir Sigurđur.

Sigurđur telur líka a Jónas hefđi í grein sinni mátt nefna ţau hundruđ manna sem hafi burđast međ stöđu sakborninga ađ ófyrirsynju árum saman. „Ţađ hefur reynst mörgum mjög ţungbćrt, og ţá ekki síđur fjölskyldum viđkomandi ţví ekki má gleyma ađ á bak viđ hvern einstakling eru foreldrar, systkini, makar og börn.‟


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Segir fjölmarga á sömu skođun og Jónas um Skaupiđ
Fara efst