Erlent

Segir Evrópu geta gert meira fyrir sýrlenskt flóttafólk

Atli Ísleifsson skrifar
Filippo Grandi hefur síðustu daga heimsótt flóttamannabúðir í Líbanon og Jórdaníu.
Filippo Grandi hefur síðustu daga heimsótt flóttamannabúðir í Líbanon og Jórdaníu. Vísir/AFP
Nýr yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki Evrópusambandsins gætu tekið við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi, bæti þau samvinnuna sín á milli.

Filippo Grandi hvetur jafnframt ESB til að gera meira til aðstoðar sýrlensku flóttafólki utan Evrópu.

Grandi segir þetta í samtali við BBC en hann tók við embættinu af hinum portúgalska Antonio Guterres fyrr á árinu.

Málefni flóttafólks hafa mjög verið í umræðunni síðustu mánuði, en á aðra milljón flóttamanna komu frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku til Evrópu á síðasta ári.

Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa varað við að fjöldinn komi til með að aukast enn frekar þegar tekur að vora og muni Evrópa að óbreyttu eiga í enn frekari vandræðum með að fást við straum flóttafólks til álfunnar.

Grandi hefur síðustu daga heimsótt flóttamannabúðir í Líbanon og Jórdaníu.

„Evrópa gæti tekið við fleiri raunverulegum flóttamönnum, ef ríkin væru skipulagðari og ynnu betur saman. Við skiljum hins vegar vandann. Þetta er félagslegur og pólitískur vandi sem er mjög alvarlegur,“ segir Grandi.


Tengdar fréttir

„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“

Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar.

Naumur tími til að bjarga Schengen

Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×