Erlent

Segir daga Baghdadi vera talda

Samúel Karl Ólason skrifar
Abu Bakr al-Baghdadi í júlí 2014.
Abu Bakr al-Baghdadi í júlí 2014. Vísir/AFP
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir daga Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, vera talda. Hann hefur nú þegar lifað af fjölda árása en Carter segir hann vera mikið á ferðinni til að forðast árásir. Það muni þó ekki takast að eilífu.

Þetta sagði Carter í viðtali Charlie Rose við ráðherrann á PBS í gærkvöldi.

„Ég er bara borubrattur. Í vildi ekki vera einn af leiðtogum ISIS. Margir þeirra hafa dáið nú þegar. Því meira sem við gerum, því meira lærum við um hvar þeir eru. Dagar hans eru taldir og þá á við um alla forystu ISIS,“ sagði Carter.

Fjölmargar árásir hafa verið gerðar sem ætlað hefur verið að fella Baghdadi, en hann hefur hins vegar ávalt lifað af. Þá hafa borist fregnir af því að hann sofi með sprengjubelti af ótta við að vera handsamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×