Erlent

Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit

Atli Ísleifsson skrifar
Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands.
Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, segir að Bretar munu áfram verða nána bandamenn Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands.

Rudd lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu.

„Nú þegar við hefjum viðræður um að yfirgefa ESB getum við fullvissað Þýskaland og önnur ríki í Evrópu að við verðum áfram náið samstarfsríki þeirra. Náið samstarfsríki þegar kemur að varnarmálum, öryggismálum og vonandi viðskiptum,“ sagði Rudd í samtali við BBC.

Merkel lét hafa orðin eftir sér á bjórhátíð í München í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum

Framkoma Bandaríkjaforseta í vikunni gerði það að verkum að Þýskalandskanslari setur vissan fyrirvara við bandamenn Evrópu. Flakki Trumps lauk um helgina og hafði bæst nokkuð í vandamálabunka hans meðan hann var í burtu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×