Lífið

Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood.
Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. Vísir/Anton/Getty
Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir í gagnrýni sinni á nýjust mynd Baltasar Kormáks, Eiðurinn, að leikstjórinn sé tvífari hjartaknúsarans Colin Farrell. Hann segir myndina vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood.

Eiðurinn var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og segir gagnrýnandi Variety að í myndinni sé Baltasar kominn á slóðir Liam Neeson þar sem aðalpersóna myndarinnar, sem Baltasar leikur, sé reiðubúinn til að gerast nánast hvað sem er til þess að bjarga dóttur sinni, hvort sem það sé löglegt eða ólöglegt. Hefur Neeson einmitt sérhæft sig í slíkum myndum undanfarin ár.

Telur gagnýnandinn að vel sé skipað í hlutverk myndarinnar en með önnur hlutverk fara meðal annars Gísli Örn Garðarsson og Hera Hilmar. Það sé þó leikstjórinn sjálfur sem sé í aðalhlutverki og frammistaða hans sem læknirinn Finnur einkennist ekki af neinni sýndarmennsku þó að „þessi fimmtugi tvífari Colin Farell gleymi því ekki að sýna hversu vel gekk að koma sér í form fyrir myndina,“ líkt og gagnrýnandinn kemst að orði.

Segir hann að myndin sé tæknilega stílhrein líkt og fyrri myndir Baltasars og að afar líklegt sé að Hollywood muni á einhverjum tímapunkti endurgera myndina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×