Erlent

Segir ástand líkamsleifa gefa sprengingu í skyn

Samúel Karl Ólason skrifar
80 líkamshlutar hafa fundist.
80 líkamshlutar hafa fundist. Vísir/AFP
Ástand líkamsleifa sem fundist hafa eftir brotlendingu flugvélar EgyptAir í Miðjarðarhafið gefu í skyn sprenging hafi grandað flugvélinni. Þetta segir egypskur réttarmeinarfræðingur sem kemur að rannsókninni í viðtali við AP fréttaveituna. 66 manns létu lífið þegar flugvélin fórst á fimmtudaginn.

Einn af yfirmönnum rannsóknarinnar segir þetta þó eingöngu vera vangaveltur. Yfirvöld í Egyptalandi vara fjölmiðla við því að kanna hvað þeir birti, svo það séu ekki rangar upplýsingar og þær ógni ekki þjóðaröryggi Egyptalands.

Aðrir rannsakendur segja allt of snemmt að segja til um hvað gerðist.

Sérfræðingurinn sem AP ræddi við undir nafnleynd segir að 80 líkamshlutar hafi fundist. Þeir séu allir mjög smáir en minnst einn þeirra beri ummerki bruna. Hann sagði ekki hvort að leifar sprengiefnis hefðu fundist á leifunum.

Ekki er búið að finna flugrita flugvélarinnar og er enn ráðgáta hvers vegna hún fórst. Engin ummerki sprengingar eru á því braki sem þegar hefur fundist en ráðamenn í Egyptalandi telja hryðjuverk vera líklegustu orsökina.

Skömmu áður en vélin hvarf af ratsjám var hann beygt mjög skyndilega í mismunandi áttir og gögn gefa til kynna að eldur hafi kviknað um borð.


Tengdar fréttir

Myndir birtar af braki úr flugvélinni

Í ljós hefur komið að flugvél EgyptAir var beygt mjög snögglega áður en hún brotlenti í Miðjarðarhafið og að reykur hafi greinst um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×