Viðskipti erlent

Segir Apple vera „grafreit“ fyrir rekna starfsmenn Tesla

Samúel Karl Ólason skrifar
Elon Musk, eigandi Tesla.
Elon Musk, eigandi Tesla. Vísir/EPA
Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX hefur lýst Apple sem grafreit fyrir starfsmenn Tesla. Í nýlegu viðtali var Musk spurður út í orðróma um að Apple væri að stela mikilvægum verkfræðingum Tesla. Hann var ekki á að það væri satt.

„Mikilvægum verkfræðingum? Þeir hafa ráðið fólk sem við segjum upp. Við grínumst með að Apple sé grafreitur Tesla. Ef þú stendur þig ekki hjá Tesla, ferðu að vinna hjá Apple.“ Þetta er haft eftir Musk á vef Wired.

Nýlega hafa fregnir borist af því að Apple sé að vinna að rafmagnsbíl og því gæti fyrirtækið farið í samkeppni við Tesla.

Musk sagði þó að það að framleiða bíl væri mun flóknara en að framleiða snjallúr. „Þú getur ekki farið til byrgja eins og Foxconn og sagt: Byggðu bíl fyrir mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×