Innlent

Segir alla nema ungt fólk hafa fengið forskot í skuldaleiðréttingunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Vilhelm/Anton Brink
„Ég held að við höfum svolítið flotið sofandi að feigðarósi í þessum málaflokki seinustu ár og áratugi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu sem hann hóf á þingi í dag um ungt fólk og íbúðarkaup.

Sagði hann að hér hefði verið við lýði fyrirkomulag bóta og vaxta þar sem aðalhvatinn fyrir fólk væri að skuldsetja sig. Þessu þurfi að breyta og hvatinn í kerfinu þurfi frekar að vera til þess að eignast heldur en að skulda.

Undir þessi orð Guðlaugs tók Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra. Hún sagði að mikilvægt væri að læra af reynslu síðustu ára og áratuga. Til að myndi ætti ekki hvetja til þess að opna lánsveð og hækka lánshlutfall. Tryggja þyrfti nægt framboð á húsnæðismarkaði en ekki hefur verið hugað nægilega að því á seinustu árum að mati ráðherra.

Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tóku til máls fögnuðu umræðunni og sögðu hana mikilvæga. Mörgum var tíðrætt um að auka þyrfti framboðið á markaðnum og að tryggja öruggan og betri leigumarkað.

Þá gagnrýndu margir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar og sögðu hana ekki til þess fallna að auðvelda ungu fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

„Með skuldaleiðréttingunni hefur bilið breikkað á milli þeirra sem þegar eru komnir inn í kerfið og hinna sem standa fyrir utan það,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Undir þetta tók Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar:

„Það er furðulegt að sitja hér og ræða þetta þegar meirihlutinn á þingi ákveður að deila peningum í skuldaleiðréttingu þar sem allir fá forskot nema ungt fólk.“


Tengdar fréttir

Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda

Eygló Harðardóttir telur að leigjendur njóti góðs af skuldaniðurfærslunni. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún á þingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×