Enski boltinn

Segir algjörlega útilokað að Guardiola snúi aftur til Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guardiola snýr aftur á Nývang á morgun.
Guardiola snýr aftur á Nývang á morgun. vísir/getty
Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City, var í tvo áratugi hjá stórliði Barcelona, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Guardiola naut mikillar velgengni hjá félaginu og er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum þess. Faðir hans, Valenti, sér þó ekki fyrir sér að Pep muni einn daginn snúa aftur.

„Snúa aftur til Barcelona? Sem hvað - boltastrákur?“ sagði Valenti í útvarpsviðtali á Spáni á dögunum.

„Ég sé ekki fyrir mér að hann komi aftur - hvort sem það verði sem þjálfari eða forseti félagsins. Tími hans hjá Barcelona sé liðinn og ég tel að það væri ekki gæfuskref fyrir hann.“

„Ég held að það sé þó allavega fullvíst að hann mun aldrei aftur þjálfa Barcelona,“ sagði hann enn fremur.

Barcelona mætir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á morgun en leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmörkin hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×