Innlent

Segir aðildarviðræður ómögulegar þegar báðir flokkar eru andvígir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013. visir/epa
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það skjóta skökku við að vera í viðræðum við Evrópusambandið þegar báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir aðild. Þetta sagði hann í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar Evrópuskýrslan var til umræðu.

„Þetta er vel unnin skýrsla og sérstaklega af þeirri ástæðu að hún er fagleg en á saman tíma afdráttarlaus í sinni nálgun á því hvernig hlutirnir liggja."

Sigmundur segir að skýrslan sé gagnleg en það hafi ekkert komið á óvart í henni.

„Eins og ég útskýrði í ræðu minni á viðskiptaþinginu þá væri mjög undarlegt og raunar óeðlilegt að vera í viðræðum við sambandið og vinna að því að uppfylla allar kröfur, gefa sambandinu fyrirheit um hitt og þetta, undirrita síðan samning en ætla síðan strax að beita sér gegn honum,“ sagði Sigmundur í morgun.

„Stækkunarstjóri Evrópusambandsins var hér á landi í lok ársins 2012 og sagði hann þá að eftir næstu kosningar þyrftu hlutirnir að breytast, það væri ekki hægt að halda svona áfram án þess að hafa stuðning ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætli staðan sé núna þegar báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir aðild.“

Sigumundur talaði um að það væri ákveðin ómöguleiki í þeirri stöðu að vera með ríkisstjórn sem er andvíg aðild í viðræðum til að reyna komast inn í Evrópusambandið.

Umræðan um Evrópuskýrsluna hefjast eftir 8:30 mínútur í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×