Fótbolti

Segir að Zidane verði rekinn vinni hann ekki spænsku deildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Er starf Zidane í hættu?
Er starf Zidane í hættu? vísir/getty
Terry Gibson, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Wimbledon sem starfar í dag sem sérfræðingur Sky Sports um spænsku 1. deildina, telur að Zinedine Zidane fái að taka pokann sinn eftir Real Madrid verður ekki Spánarmeistari.

Zidane er búinn að vera á toppnum með Real-liðið bróðurpartinn af leiktíðinni en nokkur slæm úrslit á undanförnum vikum hafa hleypt Barcelona aftur inn í baráttuna. Liðin eiga svo eftir að mætast í seinni El Clásico-leik tímabilsins.

„Hann verður líklega rekinn ef Real vinnur ekki deildina. Ég byggi það bara á sögu síðustu þjálfara sem allir unnu einhverja titla en ekki deildina og voru látnir fara,“ segir Gibson.

„Zidane fær seint lof fyrir að vera einhver taktískur snillingur. Við höfum samt borið hann saman við Carlo Ancelotti, manninn sem hann tók starfið af. Hann er góður í að halda leikmönnum ánægðum sem er ekki auðvelt hjá Real Madrid.“

„Hann hefur svo sannarlega ekki fundið upp hjólið þegar kemur að spilamennsku Real Madrid. Það er ekki margt sem hann gerir öðruvísi en síðustu þjálfarar en samt má ekki vanmeta afrek hans,“ segir Terry Gibson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×