Erlent

Segir að Norður-Kóreumenn verði að sýna samningsvilja

Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn verði að sýna samningsvilja á komandi leiðtogafundi ríkjanna. Að öðrum kosti verði fundinum aflýst.

Fundurinn verður sögulegur en þetta verður í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna hittir leiðtoga Norður-Kóreu. Samskipti landanna hafa verið ansi stirð á undanförnum árum vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Bandaríkjamenn hafa beitt viðskiptaþvingunum til að reyna að fá stjórnvöld í Pjongjang til að láta af þessum tilraunum, en hingað til hafa þær ekki skilað árangri.

Trump hefur verið í opinberri heimsókn í Japan en búist er við því aðfundurinn verði haldinn í lok næsta mánaðar

„Vonandi verður þessi fundur mjög árangursríkur og við hlökkum til hans. Það væri gríðarlega mikilvægt fyrir Norður-Kóreu og allan heiminn. Svo við munum gera allt sem mögulegt er til að ná árangri fyrir allan heiminn, ekki bara fyrir Bandaríkin, eða Suður-Kóreu, eða Norður-Kóreu eða Japan, heldur fyrir allan heiminn,“ segir Donald Trump.

Trump segir að Bandaríkin leggi höfuðáherslu á kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. „Ef ég held að þetta verði fundur sem gefur lítið af sér, þá förum við ekki. Ef fundurinn, þegar ég verð þar, ber ekki árangur, mun ég kurteislega yfirgefa fundinn og við höldum áfram því sem við erum að gera eða hvað sem það er sem við munum halda áfram. En eitthvað mun gerast,“ segir Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×