Enski boltinn

Segir að Kante sé besti miðjumaður heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
N'Golo Kante í leiknum gegn Manchester United í gær.
N'Golo Kante í leiknum gegn Manchester United í gær. Vísir/Getty
N'Golo Kante er á góðri leið með að verða Englandsmeistari annað árið í röð en hann hefur verið frábær á sinni fyrstu leiktíð með toppliði Chelsea.

Kante var keyptur í sumar fyrir 30 milljónir punda af Englandsmeisturum Leicester, þar sem hann gegndi sömuleiðis lykilhlutverki.

Kante skoraði sigurmark Chelsea gegn Manchester United í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Kante skorar ekki mörg mörk og hefur skorað tvö þessa leiktíðina - bæði gegn United.



Lampard er einn besti leikmaður í sögu Chelsea og sagði eftir leikinn í gær að í dag væri enginn miðjumaður í heiminum sem væri jafn góður og Kante. Hann líkti honum við sinn gamla félaga, Claude Makelele.

„Ég myndi ganga svo langt að segja að hann væri besti miðjumaður í heimi miðað við hvernig hann er að spila í dag,“ sagði Lampard sem var sérfræðingur BBC í gær.

„Í fyrra bar ég hann oft saman við Makelele og þegar hann kom svo til Chelsea fannst mér eins og að liðið hefði fundið nýjan Makelele. En hann hefur meira að segja enn fleiri eiginleika en það.“

Sjá einnig: Chelsea sló út bikarmeistara Man. United | Sjáið sigurmark Kanté

Hann segir að þrátt fyrir að Kante skori ekki mikið af mörkum þá sé hann mikill leiðtogi fyrir Chelsea. Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, tók í svipaðan streng.

„Hann er auðmjúkur drengur og leggur mikið á sig. Hann er afar mikilvægur, sérstaklega fyrir okkur í varnarlínunni. Hann hefur verið frábær viðbót við okkar leikmannahóp.“


Tengdar fréttir

Cahill: N'Golo er búinn að vera frábær

Gary Cahill, miðvörður Chelsea, var að sjálfsögðu himinlifandi eftir að hann og félagar hans tryggðu sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Chelsea vann þá 1-0 sigur á fráfarandi bikarmeisturum Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×