Viðskipti innlent

Seðlabankinn segir Hreiðar Má fara með rangt mál

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Seðlabankinn segir að gengið hafi verið frá veði fyrir 85 milljarða láni til Kaupþings 6. október 2008.
Seðlabankinn segir að gengið hafi verið frá veði fyrir 85 milljarða láni til Kaupþings 6. október 2008. Vísir/Pjetur
Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar sem Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag.

Í yfirlýsingunni segir að það sé ekki rétt að Kaupþing hafi fengið 85 milljarða lán án þess að gengið hafi verið frá veði fyrir því. Veðgerningur vegna lánsins hafi verið fullkláraður í lok viðskiptadags þann 6. október 2008 og hafi stjórnendur Kaupþings undirritað gerninginn sama dag.

Það sé því ekki rétt, eins og Hreiðar Már heldur fram í grein sinni í dag, að gengið hafi frá veðsetningu einhverjum dögum eftir að lánið var veitt.

Yfirlýsingu bankans má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Að gefnu tilefni

Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×