Viðskipti innlent

Seðlabankinn kaupir fleiri evrur en áður

ingvar haraldsson skrifar
vísir/pjetur
Seðlabankinn ákvað í gær að auka vikuleg kaup sín á evrum úr þremur milljónum í sex.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir kaupin gerast nú vegna viðskiptaafgangs sem er einkum tilkominn vegna veru ferðamanna hér á landi.

Ingólfur bætir við að Seðlabankinn sé að búa í haginn fyrir það þegar til afnáms gjaldeyrishafta kemur. Þá þurfi Seðlabankinn að eiga myndarlegan gjaldeyrisvaraforða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×