Viðskipti innlent

Seðlabankinn greiðir upp lán frá AGS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Með uppgreiðslu lánsins lýkur eftirfylgni AGS vegna efnahagsáætlunar AGS og íslenska ríkisins
Með uppgreiðslu lánsins lýkur eftirfylgni AGS vegna efnahagsáætlunar AGS og íslenska ríkisins Vísir/Pjetur
Seðlabanki Íslands hefur greitt fyrirfram eftirstöðvar láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem tekið var í tengslum við bankahrunið í október 2008. Með uppgreiðslunni lækka erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að eftirstöðvar lánsins sem greiddar voru upp hafi numið um 42 milljörðum króna. Heildarupphæð lánsins nam um 250 milljörðum króna. Að mati Seðlabankans hefur svigrúm myndast í lausafjárstöðu bankans til þess að minnka skammtímaskuldir í erlendum gjaldeyri, m.a. vegna viðskipta bankans á innlendum gjaldeyrismarkaði og því hafi lánið verið greitt upp á þessum tímapunkti.

Með uppgreiðslunni lýkur eftirfylgni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi í kjölfar loka efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Seðlabankann skorti lagaheimild fyrir stofnun ESÍ

Umboðsmaður Alþingis telur að Seðlabankann hafi skort lagaheimild til að stofna Eignasafn Seðlabanka Íslands en þar eru eignir upp á hundruð milljarða króna. Þá gerir umboðsmaður alvarlegar athugasemdir við framkvæmd gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×