Viðskipti innlent

Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir

Linda Blöndal skrifar
Securitas hefur haft mikla yfirburði á markaði og var á árunum 2006-2011.
Securitas hefur haft mikla yfirburði á markaði og var á árunum 2006-2011. vísir
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum.

Einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag.

Securitas  gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið.

Securitas hefur haft mikla yfirburði á markaði og var á árunum 2006-2011 með nærri 70 prósent markaðshlutdeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×