Skoðun

Fréttamynd

Marg­földun raf­orku­verðs

Högni Elfar Gylfason

Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Orka, lofts­lag og náttúra

Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.

Skoðun
Fréttamynd

Vor­leysingar vitundarinnar á ævi­kvöldinu

Móttökutæki reynslu í líkama okkar eru mun flóknari, en lengi var talið. Ég man ekki eftir að talað væri um undirvitundina. Hvað þá að það væru fleiri en ein slík víruð þarna inni, eins og vitað er í dag. Og Carl Jung vissi fyrir löngu. Rök-hyggju-deild heilans var séð sem það eina mikilvæga.

Skoðun
Fréttamynd

Fast­eigna­skattur í Reykja­vík fer með himin­skautum

Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­kennd og skóla­starf

Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­markaður án að­greiningar, útópía nú­tíma­stefnu

Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er á­nægð að vera hætt með Rapyd

Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

For­dæmi Katrínar

Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri.

Skoðun
Fréttamynd

Ruglið kringum Bjarna Ben

Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka.

Skoðun
Fréttamynd

Eirkatlar og steypa

Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­aftur­kræf mis­tök

Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök.

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingin um af­skipta­leysi ráð­herra af rekstri Lands­bankans

Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt

Það er fátt betra fyrir manneskjuna en finna það á áþreifanlegan hátt að hún njóti frelsis. Það eru fáir hlutir sem veita þessi frelsistilfinningu betur en gott reiðhjól. Sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Að verða sjálfbær í því að komast á milli staða, skreppa í heimsókn til vinanna, fara í landkönnun um hverfið sitt og næsta nágrenni og jafnvel út í villta náttúru er líklega stærsta stökk í persónufrelsi sem ung börn geta upplifað. Á fallegum sumardegi er einfaldlega fátt betra en góður hjólatúr.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orku­öryggi til fram­tíðar

Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar?

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar eða gefa út nýtt leyfi?Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega.

Skoðun
Fréttamynd

Aug­lýst er eftir endur­reisn fram­halds­skólans

Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans.

Skoðun