Kvöldfréttir Stöðvar 2: Mikil fjölgun umferðarslysa vegna ölvunaraksturs

Fréttamaður á Stöð 2 fylgdi eftir umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Um 200 ökumenn voru stöðvaðir og af þeim reyndust 10 undir áhrifum áfegnis. Samantekt Samgöngustofu á umferðarslysum sýnir að á fyrstu átta mánuðum ársins hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunar ökumanns. Á árunum 2008 til 2015 hafði þeim fækkað umtaslvert, eða úr 117 niður í 26. Allt um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem hefjast, að vanda, klukkan 18. 30.

1117
00:10

Vinsælt í flokknum Fréttir