Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Björg­ólfur og Skúli í stuði í Fen­eyjum

Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur.

Lífið


Fréttamynd

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Lífið
Fréttamynd

Steggjun endaði á árs­há­tíð RÚV

Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi.

Lífið
Fréttamynd

Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sam­vinna og hryllingur í GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu þurfa að láta reyna á bæði taugarnar og samvinnuna í kvöld. Fyrst munu strákarnir prófa leikinn Content Warning en því næst ætla þeir í hryllingsleikinn Don't Scream.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ís­lensk skart­gripa­hönnun á besta stað í New York

„Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 

Lífið