Erlent

Fréttamynd

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mann­skæð loft­á­rás Rússa í Norður-Úkraínu

Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum.

Erlent
Fréttamynd

Segja stungu­á­rásina vera hryðju­verk

Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 

Erlent
Fréttamynd

Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna

Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað

Erlent
Fréttamynd

„Ein mikil­­vægasta bygging Dan­­merkur“

Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans.

Erlent
Fréttamynd

Fjórða líkið fundið

Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Erlent