Lífið

Secret Solstice hefst í dag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndin var tekin á hátíðinni í fyrra en búist er við því að miðar seljist upp í ár.
Myndin var tekin á hátíðinni í fyrra en búist er við því að miðar seljist upp í ár. Vísir
Tónlistarhátíðin Secret Solstice sem haldin er í Laugardalnum opnar hlið sín kl. 16:00 í dag. Miðasalan opnaði klukkan 11 í morgun og eru hátíðargestir hvattir til þess að mæta fyrr í dag og sækja miða sína svo hægt sé að komast hjá því að bíða í löngum röðum eftir miðunum sínum.

Til þess að fá armböndin afhent þurfa gestir að mæta með útprentun af miðanum sem þeir fengu senda í pdf-formi í staðfestingarpósti við kaupin eða að skjalið tilbúið á símunum sínum. Einnig þurfa þeir að vera með skilríki.

Enn eru örfáir miðar eftir í sölu en hátíðarhaldarar gera ráð fyrir því að það verði uppselt á hátíðina.

Fyrstu hljómsveitir fara á svið kl. 17 eða klukkutíma eftir að hliðin opna. Hægt er að nálgast fulla dagskrá hátíðarinnar á sérstöku appi sem hægt er að sækja á síðu Secret Solstice. Gleðilega hátíð.

Hjaltalín spila á Secret Solstice í kvöld á Gimli sviðinu.Vísir/Getty
Helstu dagskráliðir í dag

Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfn í tímaröð, hvar þau koma fram og hvenær;

Dj Henrik – Askur kl. 17.

Gervisykur – Valhalla kl. 17

Ylja – Gimli kl. 17

Snorri Helgason – Gilmi kl. 17:50

Dj Kári B2b sonur sæll – ASKUR kl. 18

Shades of Reykajvík – Valhalla kl. 18

Flatbush Zombies – Valhalla kl. 19

Yamaho – Askur kl. 19

Dikta – Gimli kl. 19:30

Bensol – Askur kl. 20

Gísli Pálmi – Valhalla kl. 20:10

Hjaltalín – Gimli kl. 20:30

Sisters Sledge – Valhalla kl. 21:10

Bang Gang – Gimli kl. 21:30

Serge Devant – Askur kl. 21:30

ST Germain – Valhalla kl. 22:30

Art Department – Hel kl. 02:15


Tengdar fréttir

Stærsta Solstice hátíðin til þessa

Nú þegar sólin snertir vart sjóndeildarhringinn og sumarsólstöður í nánd, verður Secret Solstice tónlistarhátíðin haldin í þriðja sinn og er þetta stærsta hatíðin til þessa en skipuleggjendur hafa leyfi fyrir 15 þúsund manns í Laugardalnum og fljótlega stefnir í að miðar verði uppseldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×