Formúla 1

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel vann fyrstu keppni tímabilsins á Ferrari bílnum. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes kom liðsféagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas í mark í þriðja sæti

Keppnisáætlun Ferrari lagði grunnin að fyrsta sigri Vettel og Ferrari síðan 2015.

Fremstu fimm ökummennirninr héldu sinni stöðu í ræsingunni. Kevin Magnussen á Haas og Marcus Ericsson á Sauber lentu í samstuði í kjölfar ræsingarinnar og lentu utan brautar en náðu báðir að halda áfram. Magnussen þurfti að sækja nýjan dekkjagang en það sprakk hjá Dananum.

Heimamaðurinn Daniel Ricciardo komst ekki á ráslínuna, á leið sinni þangað festist Red Bull bíllinn í sjötta gír og Ricciardo gat því ekki ræst af stað í keppnina á sama tíma og aðrir. Hann kom inn á brautina þegar tveimur hringjum var lokið. Afar svekkjandi fyrir heimamanninn.

Romain Grosjean þurfti að hætta keppni á Haas bílnum á 15. hring þegar rjúka fór úr vélarsalnum. Magnussen hætti svo keppni á 50. hring vegna bilunar. Það kom því enginn Haas bíll í mark í fyrstu keppni tímabilsins.

Jolyon Palmer var að glíma við vandræði í Renault bílnum. Hann hætti keppni á 18. hring.

Hamilton kom inn á 18. hring og Vettel hélt áfram. Þegar Hamilton kom inn þá var Vettel innan við sekúndu á eftir Hamilton. Hamilton lenti í vandræðum fyrir aftan Max Verstappen sem komst ekki eins hratt en hleypti Hamilton ekki fram úr sér.

Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 23. hring og kom út á undan Verstappen og Hamilton. Keppnisáætlun Ferrari gekk vel upp.

Bottas tók þjónustuhlé undir lok 23. hrings. Verstappen kom inn á sama tíma og þá losnaði um Hamilton til að elta Vettel uppi. Bilið sem Hamilton þurfti að vinna upp var um sex sekúndur.

Ricciardo hætti keppni á 27. hring vegna bilunar í Red Bull bílnum. Þetta var dagur sem heimamaðurinn vill gleyma sem fyrst.

Bottas hóf að sækja á Hamilton um miðbik keppninnar og sótti hratt. Á meðan tapaði Hamilton tíma gagnvart Vettel. Bottas var að naga nokkur sekúndubrot á hring af Hamilton og þegar 20 hringir voru eftir var Bottas 2,8 sekúndum á eftir Hamilton. Forskot Hamilton á Bottas var orðið tvær sekúndur þegar sjö hringir voru eftir.

Verstappen hóf að sækja að Raikkonen á hringjunum í kringum 40. hring. Raikkonen áttu svör við öllum tilraunum Verstappen.

Fernando Alonso hætti keppni þegar hann átti fimm hringi eftir. Hann lenti í léttu samstuði við Esteban Ocon.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu

Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes.

Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna

Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×