Viðskipti erlent

Sebastian Loeb armbandsúr á 70 milljónir

Finnur Thorlacius skrifar
Úrið góða frá Richard Mille.
Úrið góða frá Richard Mille. Finacial Times
Það er ólíklegt að Sebastian Loeb hafi haft tíma til þess að líta á úr sitt er hann ók 875 hestafla Peugeot bíl sínum í fjallaklifrinu upp Pikes Peak fjallið og setti í leiðinni nær óbrjótanlegt met upp fjallið. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að úraframleiðandinn Richard Mille hafi nú sérframleitt úr í takmörkuðu magni honum til heiðurs.

Úrið mun kosta litla 650.000 dollara, eða 70,6 milljónir króna. Þetta úr hefur þá sérstöðu að mæla þá miðflóttaraflskrafta (G-force) sem sá er ber úrið lendir í og ætti því að henta vel djörfum ökumönnum, flugmönnum eða öðrum þeim sem vilja taka skarpar beygjur á miklum hraða.

En hver í ósköpunum hefur efni á þessháttar úri, það er önnur saga. Úrið mælir allt að 6G kraft miðflóttarafls, en það er langt yfir því sem mannskepnan þolir. Notað er titanium, koltrefjar og kristallar í úrið, sem að einhverju leiti skýrir út verð þess. Aðeins verða framleidd 30 svona úr en líklega verður örlítill vandi að finna kaupendur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×