Viðskipti erlent

Se & Hör hættir í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Se & Hör kom fyrst út árið 1994 með sameinuðingu Hänt i Veckan og Röster i radio-TV.
Se & Hör kom fyrst út árið 1994 með sameinuðingu Hänt i Veckan og Röster i radio-TV. Vísir/AFP
Sænska vikuritið Se & Hör hættir nú í haust. Útgáfufyrirtækið Aller Media mun þess í stað endurvekja gamla vörumerkið „Hänt i Veckan“ sem var lagt niður árið 1994.

Hänt i Veckan kom út á árunum 1964 til 1994. Að sögn Bo Liljeberg, nýs ritstjóra, er nafnabreytingin liður í að efla fréttaflutning af fræga fólkinu á sænskum markaði.

„Lesendur vilja enn meiri og betri fréttir af frægum og við ætlum að gefa þeim það. Við höfum lengi viljað endurvekja nafnið Hänt i Veckan sem er eitt af þekktustu vörumerkjum Svíþjóðar þrátt fyrir að hafa ekki verið á markaði í tuttugu ár,“ segir Liljeberg í samtali við Dagens Media.

Hänt i Veckan mun einnig opna nýja vefsíðu, hänt.se. Búist sé við að ný heimasíða verði opnuð og nýja blaðið komi fyrst út í október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×