Golf

Scott vann annað mótið í röð | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ástralinn Adam Scott virðist í frábæru formi þessa dagana en hann fagnaði um helgina sigri á PGA-móti aðra helgina í röð, í þetta sinn á WGC-Cadillac mótinu í Miami.

Scott spilaði á 69 höggum á lokahringnum í gær og endaði á tólf höggum undir pari vallarins. Hann vann með eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Bubba Watson, sem spilaði á 68 höggum í gær.

Sjá einnig: Adam Scott vann sitt fyrsta mót í eitt og hálft ár

Sigurinn stóð þó tæpt þar sem Scott var stálheppinn að lenda ekki úti í vatni á lokaholunni á bláa skrímslinu eins og völlurinn er kallaður þar sem mótið fór fram.

„Ég var heppinn að hanga inn á en Scott þurfti að taka erfitt skot eftir teighöggið sitt þar sem hann lenti fyrir aftan tré. Þetta gekk allt saman upp að lokum hjá mér í dag, sérstaklega á átjándu,“ sagði hann.

Þetta var þrettándi sigur Scott á PGA-mótaröðinni en þess fyrir utan lenti hann á öðru sæti á móti fyrir fáeinum vikum síðan. Árangurinn mun fleyta honum upp í sjötta sæti heimslistans þegar hann kemur út í dag.

Rory McIlroy náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 74 höggum. Hann hafnaði í þriðja sæti ásamt Englendingnum Danny Willet. Phil Mickelson varð svo fimmti en hann lék á 70 höggum í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×