Enski boltinn

Scott Parker leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scott Parker endaði ferilinn hjá Fulham.
Scott Parker endaði ferilinn hjá Fulham. vísir/getty
Scott Parker hefur lagt skóna á hilluna eftir 20 ára feril.

Parker hóf ferilinn með Charlton þar sem hann lék m.a. með Hermanni Hreiðarssyni.

Í janúar 2004 keypti Chelsea Parker á 10 milljónir punda. Hann fékk fá tækifæri hjá Lundúnaliðinu og var seldur til Newcastle United sumarið 2005.

Parker lék með Newcastle til 2007 þegar hann gekk í raðir West Ham United. Parker átti góð ár hjá Hömrunum og var m.a. valinn leikmaður ársins af íþróttamönnum tímabilið 2010-11, þrátt fyrir að West Ham hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Parker fór því næst til Tottenham þar sem hann lék í tvö ár. Hann gekk svo til liðs við Fulham 2013 og lék með félaginu síðustu fjögur ár ferilsins.

Parker lék 18 A-landsleiki fyrir England og fór með enska liðinu á EM 2012. Hann lék alla fjóra leiki Englands á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×